Valds- og lýðræðisrannsókn fer senn að ljúka

Valds- og lýðræðisrannsókn Félagsvísindasviðs hefur staðið yfir undanfarin fjögur ár. Fjöldi greina tengdar rannsóknarverkefninu hafa nú þegar verið birtar.

Nú sér fyrir lokin á rannsóknarverkefninu. Í tilefni þess mun tímaritið Stjórnmál & stjórnsýsla gefa út sérhefti á vormánuðum með niðurstöðum úr ákveðnum þáttum verkefnisins. Höfundar greinanna í sérheftinu tóku þátt í vinnustofu 13. október síðastliðinn þar sem þeir gerðu grein fyrir stöðu rannsókna sinna og kynntu drög að greinum sínum.

Guðmundur Heiðar, Gunnar Helgi, Baldur og Eva Marín

Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri  var fundarstjóri á vinnustofunni, en hann er einnig ritstjóri sérheftisins. Eftirtalnir höfundar kynntu drög að greinum sínum á vinnustofunni:

  • Gunnar Helgi Kristinsson: The Icelandic Power Structure Revisited.
  • Baldur Þórhallsson: A Small State in World Politics: Iceland‘s search for shelter.
  • Þorgerður Einarsdóttir, Thamar M. Heijstra og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Thamar og Guðbjörg Linda kynntu grein þeirra: The politics of diversity: Social and political integration of immigrants in Iceland.
  • Gunnar Helgi Kristinsson og Indriði H. Indriðason, Gunnar Helgi kynnti grein þeirra: The role of parliament under ministerial government.
  • Stefanía Óskarsdóttir: Societal Corporatism in Iceland: How does Iceland compare to Scandinavia?
  • Vilhjálmur Árnason: Icelandic Democracy in a Theoretical Perspective.
  • Eva Heiða Önnudóttir og Ólafur Þ. Harðarson: The Icelandic Voter: A Long Term View.
  • Hulda Þórisdóttir: (Potential for populism in Iceland?)
  • Sjöfn Vilhelmsdóttir og Gunnar Helgi Kristinsson: Political Trust: Performance or Politics?
  • Eva Marín Hlynsdóttir: Autonomy or integration: Analysis of the debate of the purpose of Icelandic local self-government
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *