Valds- og lýðræðisrannsóknir hafa verið framkvæmdar að frumkvæði stjórnvalda í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þetta hafa verið meðal umfangsmestu rannsóknarverkefna í stjórnmálafræði sem þar hafa verið framkvæmd og síðustu rannsóknir í Danmörku og Noregi kostuðu jafnvirði eins milljarðs íslenskra króna hvor. Stjórnmálafræðin var í stóru hlutverki í rannsóknunum, en aðrar greinar félagsvísinda, svo sem félagsfræði og hagfræði, komu við sögu sem og ýmsar greinar hugsvísinda.