Valds- og lýðræðisrannsókn fer senn að ljúka
Valds- og lýðræðisrannsókn Félagsvísindasviðs hefur staðið yfir undanfarin fjögur ár. Fjöldi greina tengdar rannsóknarverkefninu hafa nú þegar verið birtar.
Nú sér fyrir lokin á rannsóknarverkefninu. Í tilefni þess mun tímaritið Stjórnmál & stjórnsýsla gefa út sérhefti á vormánuðum með niðurstöðum úr ákveðnum þáttum verkefnisins. Höfundar greinanna í sérheftinu tóku þátt í vinnustofu 13. október síðastliðinn þar sem þeir gerðu grein fyrir stöðu rannsókna sinna og kynntu drög að greinum sínum.
Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri var fundarstjóri á vinnustofunni, en hann er einnig ritstjóri sérheftisins. Eftirtalnir höfundar kynntu drög að greinum sínum á vinnustofunni:
- Gunnar Helgi Kristinsson: The Icelandic Power Structure Revisited.
- Baldur Þórhallsson: A Small State in World Politics: Iceland‘s search for shelter.
- Þorgerður Einarsdóttir, Thamar M. Heijstra og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Thamar og Guðbjörg Linda kynntu grein þeirra: The politics of diversity: Social and political integration of immigrants in Iceland.
- Gunnar Helgi Kristinsson og Indriði H. Indriðason, Gunnar Helgi kynnti grein þeirra: The role of parliament under ministerial government.
- Stefanía Óskarsdóttir: Societal Corporatism in Iceland: How does Iceland compare to Scandinavia?
- Vilhjálmur Árnason: Icelandic Democracy in a Theoretical Perspective.
- Eva Heiða Önnudóttir og Ólafur Þ. Harðarson: The Icelandic Voter: A Long Term View.
- Hulda Þórisdóttir: (Potential for populism in Iceland?)
- Sjöfn Vilhelmsdóttir og Gunnar Helgi Kristinsson: Political Trust: Performance or Politics?
- Eva Marín Hlynsdóttir: Autonomy or integration: Analysis of the debate of the purpose of Icelandic local self-government
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!