Valds- og lýðræðisrannsóknin í fjölmiðlum í desember 2016
Í 2. tölublaði 12. árgangs veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla, sem út kom 19. desember 2016, birtust nokkrar greinar sem unnar voru í tengslum við rannsóknarverkefni Valds- og lýðræðisrannsóknarinnar. Í tilefni útgáfunnar hélt Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild, erindi þar sem hún kynnti grein sína „The ‘Pots and Pans’ protests and requirements for responsiveness of the authorities“. Greinin fjallar um undir hvaða kringumstæðum það er réttlætanlegt að stjórnvöld taki tillit til krafna mótmælenda, og hvort að þær kringumstæður eigi við um Búsáhaldabyltinguna. Sama dag mætti hún einnig í Samfélagið á Rás 1 til að ræða þetta efni.
Hér má hlusta á viðtalið við Evu Heiðu í Sarpinum hjá RÚV, en það hefst eftir að 30 mínútur eru liðnar af þættinum.
Sigurður G. Hafstað og Jóhanna Gunnlaugsdóttir áttu í sama hefti tímaritsins greinina „Hagnýting persónuupplýsinga á Facebook hjá eftirlitsstofnunum“. Fjallað var um greinina og viðtal tekið við Sigurð í Speglinum hjá RÚV þann 21. desember.
Hér má hlusta á Spegilinn í Sarpi RÚV. Umfjöllunin og viðtalið við Sigurð hefst um mínútu 17:22 og smella má á klippu umfjöllunarinnar í yfirliti þáttarins.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!