Ráðstefna 18. júní: Vald og lýðræði á Íslandi – 100 árum síðar

Í Háskóla Íslands verður 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna minnst með ráðstefnunni, Vald og lýðræði á Íslandi – 100 árum síðar, þann 18. júní nk.

Meginþema ráðstefnunnar er margbreytileiki, þátttaka og lýðræðishugmyndir í íslensku samfélagi nú 100 árum eftir að kosningaréttur varð almennur á Íslandi.Í tengslum við ráðstefnuna verður Dr. Önnu Guðrúnu Jónasdóttur, prófessor í stjórnmála- og kynjafræði við Háskólann í Örebro veitt heiðursdoktorsnafnbót og verður hún fyrsti heiðursdoktorinn við Stjórnmálafræðideild HÍ.

Dagskrá ráðstefnunnar er þríþætt: vinnustofur fræðimanna, hátíðardagskrá með framsöguerindum og pallborðsumræðum, og veiting heiðursdoktorsnafnbótar.

Hátíðardagskráin fer fram í Hátíðasal HÍ og hefst kl. 13:00. Dagskráin fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis – öll velkomin.

Hátíðarsdagskrá 13:00 – 17:00:

Kl. 13:00-15:00 Vald og lýðræði 100 árum síðar 
– Reflecting on the Representation of Women in Politics, Dr. Sarah
Childs, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bristol

– Men, Women and the Suffrage in Iceland, Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands

– Margbreytileiki, þátttaka og lýðræðishugmyndir 100 árum síðar:
Pallborð með þátttakendum rannsóknarverkefnisins Vald og lýðræði

– Kl. 15:00 – Kaffihlé og veitingar

Kl. 15:30-17:00 Veiting doktorsnafnbótar

– Tónlistaratriði: kvennakórinn Vox feminae
– Veiting doktorsnafnbótar: Dr. Anna Guðrún Jónasdóttir
– From Iceland to International Love Studies, Dr. Anna Guðrún Jónasdóttir

– Kl. 17:00 – Veitingar

adstandendabordi-mynd3

Málstofa 12. febrúar

Málstofa Valds- og lýðræðisrannsóknar

12. febrúar 2015, kl. 16:00 í stofu 206 í Odda

Dagskrá

  1. Gunnar Helgi Kristinsson gerir grein fyrir stöðu Valds og lýðræðisrannsóknarinnar:
    ráðstefnan 18. júní nk. og niðurstöður öndvegisstyrksumsóknarinnar til Rannís.
  2. Sjöfn Vilhelmsdóttir, doktorsnemi við stjórnmálafræðideild, kynnir doktorsrannsókn
    sína um pólitískt traust.
  3. Umræður um Valds- og lýðræðisverkefnið.

Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar.

Haustfundur 3. október

Haustfundur Valds- og lýðræðisrannsóknarverkefnisins

3. október 2014, kl. 16:00 í stofu 206 í Odda

Dagskrá

  1. Gunnar Helgi Kristinsson gerir grein fyrir stöðu Valds og lýðræðisrannsóknarinnar og segir frá öndvegisstyrksumsókn til Rannís.
  2. Gissur Erlingsson, lektor við Háskólann í Linköping og gestakennari við HÍ, heldur erindi um rannsóknir sínar á spillingu: „Corruption in a low-corrupt country: the case of Sweden”.
  3. Umræður um starfsáætlun vetrarins.