Spilling á Íslandi

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hélt erindi á hádegisfundi 15. janúar 2016 sem skipulagður var af Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félagi stjórnmálafræðinga. Fundurinn bar heitið „Spilling á Íslandi: Hagsmunaárekstrar, fyrirgreiðsla og spilling“.  Á fundinum töluðu Gunnar Helgi og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um spillingu á Íslandi og meðal annars velta upp spurningum um hvað felst í spillingu og hvað við vitum um spillingu á Íslandi. Erindi Gunnars Helga bar titillinn „Hvað vitum við um spillingu á Íslandi“ og erindi Þórunnar ber yfirskriftina „Hreinar línur?“. Erindi Gunnars Helga er byggt á rannsókn hans um viðhorf til spillingar á Íslandi sem er hluti af rannsóknarverkefninu Vald og lýðræði.

Fjallað var um rannsóknina í kvöldfréttum Rúv 15. janúar 2016.  Fréttin hefst 13.40.

Umfjöllun Vísis um fundinn 15. janúar 2016.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *