Need for security and system fairness on the political extremes

Hulda Þórisdóttir og Eva Heiða Önnudóttir birtu grein sína “Need for security and system fairness on the political extremes” í hausthefti 11. árgangs tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út 17 desember sl.. Rannsókn Huldu og Evu Heiðu er hluti af Valds- og lýðræðisrannsókninni, þverfræðilegu rannsóknarverkefni innan Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands þar sem athyglinni er beint að megingerendum í valds- og lýðræðiskerfum íslensks samfélags.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslenskir kjósendur sem hafa allháa öryggisþörf og staðsetja sig lengst til vinstri og hægri í pólitík eru líklegri heldur en aðrir til þess að telja stjórnmálakerfið sanngjarnt.  Í rannsókninni, sem byggist á íslenskum gögnum úr European Social Survey, er metið hvort fólk á öndverðum meiði í pólitík deili þessum tilteknu sálfræðilegu þáttum. „Niðurstöðurnar sýna að íslenskir kjósendur sem hafa allháa öryggisþörf og staðsetja sig lengst til vinstri og hægri í pólitík eru líklegri til þess að telja stjórnmálakerfið sanngjarnt heldur en aðrir. Raunar var einnig nauðsynlegt skilyrði að þessir kjósendur væru ekki afhuga kerfinu með öllu, t.d. anarkistar, heldur hefðu lágmarks pólitískt traust,“ útskýrir Hulda í samtali við hi.is. Hún bætir við að ástæðan sé rakin til þess að fólk á pólitísku jöðrunum hafi að jafnaði meiri þörf fyrir öryggi en aðrir og af þeim sökum hafi það jafnvel enn sterkari sálfræðilegan hvata en ella til þess að sjá sanngirni í kerfinu.

Hér má sjá umfjöllun fjölmiðla og annarra um rannsókn Huldu Þórisdóttur og Evu Heiðu Önnudóttur:

http://www.hi.is/frettir/andstaedingar_sammala_um_sanngirni_stjornmalakerfisins

http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/hulda-thorisdottir-og-ottapolitik

Heimild texta:

http://www.hi.is/frettir/andstaedingar_sammala_um_sanngirni_stjornmalakerfisins

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *