Tegund:

Meistaraverkefni

Dagsetning:

júní 2016

Birt:

Skemman

Titill: 

Fjármál stjórnmálaflokka á Íslandi 2002-2014 og áhrif laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálastarfsemi og frambjóðendur og upplýsingaskyldu þeirra

Höfundur:

Sigrún Edda Jónsdóttir

Leiðbeinandi:

Gunnar Helgi Kristinsson

Tilvísun:

Sigrún Edda Jónsdóttir. 2016. „Fjármál stjórnmálaflokka á Íslandi 2002-2014 og áhrif laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálastarfsemi og frambjóðendur og upplýsingaskyld u þeirra.“ Meistararitgerð, Háskóli Íslands. http://hdl.handle.net/1946/24120.

Úrdráttur:

Markmið rannsóknarinnar er að skoða fjármál stjórnmálaflokka á Íslandi á árunum 2002-2014 en gögn um fjármál stjórnmálaflokka á Íslandi eru til opinber á vef Ríkisendurskoðunar frá árinu 2002. Lög um fjármál stjórnmálastarfsemi og frambjóðendur og upplýsingaskuldu þeirra voru samþykkt á Alþingi í desember 2006 og tóku gildi 1.janúar 2007. Markmiðið er að skoða af hverju lögin voru sett, hverju þau hafa breytt og skoða hvaða áhrif lögin hafa haft. Jafnframt eru fjármál stjórnmálaflokka og þá sérstaklega Framsóknarflokksins, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs skoðuð þar sem til eru samfelldar upplýsingar um fjármál þeirra frá árinu 2002. Einnig er leitast við að setja fjármál stjórnmálaflokka í kenningarlegt samhengi. Skoðuð er þróun í framlögum til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna hvaðan framlög koma og hver hefur verið þróun í samsetningu þeirra frá árinu 2002 og hver áhrif lagasetning hefur haft á framlögin. Niðurstöður sýna að lagasetning um fjármál stjórnmálastarfsemi var löngu tímabær og lögin hafa aukið gagnsæi í bókhaldi stjórnmálaflokka en betur má ef duga skal til að auka traust á stjórnmálum á Íslandi.