Tegund:

Meistaraverkefni

Dagsetning:

júní 2017

Birt:

Skemman

Titill: 

„Ef það er ekki business þá vil ég ekki heyra það“ Viðhorf æðstu stjórnenda til kynjakvóta í stjórnum

Höfundur:

Sunna Diðriksdóttir

Leiðbeinandi:

Þorgerður Einarsdóttir

Tilvísun:

Sunna Diðriksdóttir. 2017. „„Ef það er ekki business þá vil ég ekki heyra það“ Viðhorf æðstu stjórnenda til kynjakvóta í stjórnum“ Meistararitgerð, Háskóli Íslands. http://hdl.handle.net/1946/27237

Úrdráttur:

Viðfangsefni ritgerðar þessarar er viðhorf æðstu stjórnenda til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, og hvort þeir telji kynjakvóta heppilega eða vafasama aðferð til að ná fram kynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja. Fjallað er um kynjakvóta sem stjórntæki og hlutverk ríkisins í jafnréttisbaráttunni. Viðhorf stjórnenda til kynjakvóta er svo skoðað í samhengi við þau rök sem hafa verið notuð til þess að lögfesta kynjakvóta, en það eru lýðræðisrök og svo arðsemisrök. Þá er umfjöllun um kenningar er varða lýðræði og eignaréttinn og niðurstöður rannsóknarinnar kynntar í samhengi við þessar kenningar. Til að rannsaka efni rannsóknarinnar var gerð meigindleg rannsókn, en til þess að svara þeim rannsóknarspurningum sem settar eru fram í inngangi ritgerðarinnar var notast við nokkrar spurningar úr stórri spuringarkönnun sem send var út haustið 2014 á æðstu stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja Íslands eftir tekjum. Niðustöður rannsóknarinnar sýna að stjórnendur eru almennt jákvæðir gagnvart kynjakvótum í stjórnum fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga sem og opinberra stofnana, en jákvæðinin minnkar þegar að kemur að stjórnum hluta- og einkahlutafélaga. Stjórnendur eru frekur sammála því að kynjakvótinn sé vafasöm leið af því að þeir brjóti á eignarrétti hluthafa. Sterkari fylgni er á milli þess að vera sammála arðsemisrökum og að vera jákvæður gagnvart kynjakvótum en lýðræðisrökum, sem ýtir undir þá kenningu að ávalt þurfi arðsemisrök til að réttlæta jafnréttisaðgerðir á við kynjakvóta. Mikill munur er á kynjunum þegar að kemur að viðhorfum til kynjakvóta, en konur eru mun jákvæðari gagnvart kynjakvótum en karlar og þær eru meira ósammála því að kynjakvótar brjóti á eignarrétti hlutahafa.