Titill:
Dómstólaeftirlit með Alþingi: Breytt valdahlutföll í stjórnskipuninni
Höfundur:
Björg Thorarensen
Tilvísun:
Björg Thorarensen. 2016. „Dómstólaeftirlit með Alþingi: Breytt valdahlutföll í stjórnskipuninni.“ Stjórnmál og stjórnsýsla 12 (1): 23-46. doi: 10.13177/irpa.a.2016.12.1.2.
Úrdráttur:
Greinin fjallar um hvernig eftirlitshlutverk dómstóla gagnvart Alþingi hefur vaxið á síðustu áratugum og raktar eru ástæður þess að valdahlutföll í stjórnskipuninni hafa þannig færst til. Upprunalegar kenningar um þrískiptingu ríkisvaldsins um að löggjafinn sé æðsta stofnun stjórnskipulagsins eru á undanhaldi og dómstólar veita löggjafanum æ ríkara aðhald er þeir skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Samanburður við danska og norska stjórnskipun leiðir í ljós að þróunin þar stefnir í sömu átt. Áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrárbreytinga árið 1995 hafa leitt til breyttra skýringaraðferða dómstóla og styrkt eftirlitshlutverk þeirra. Sjónarmið um stjórnarskrárbundið lýðræði, réttarríkið og virk réttarúrræði borgaranna hafa orðið yfirsterkari hugmyndinni um yfirburðastöðu löggjafans og dómstólar telja sér stjórnskipulega skylt að skera úr um hvort lög fari í bága við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur Íslands hefur vísað til ríks svigrúms löggjafans á sviði fjárstjórnarvalds þegar deilt er um lög um skattlagningu, opinbera aðstoð o.fl. Þótt löggjöf byggist á mikilvægri pólitískri stefnumörkun er svigrúm Alþingis ekki takmarkalaust. Virkt aðhald dómstóla leiðir til þess að Alþingi þarf að meta með vandaðri hætti hvort gætt sé grundvallarsjónarmiða um jafnræði og meðalhóf við setningu laga sem takmarkar mannréttindi.
Abstract:
The article focuses on how the control of the judiciary over the legislature has increased in the last decades and the reasons for altered balance of powers in the Icelandic constitutional system are explored. Earlier theories of parliamentary precedence over other branches of state power are in transition. There is a growing trend towards the balancing of powers, in which the courts monitor that legislation complies with the constitution. A comparison is made with the developments in the constitutional systems of Denmark and Norway which points at the same direction. The European Convention on Human Rights and constitutional amendments in 1995 have affected the interpretation methods of the Icelandic courts and strengthened their supervisory role. Ideas underlying constitutional democracy, rule of law and effective remedies for individuals are prevailing over the idea of preferred position of the legislative power vis-à-vis the judiciary. The courts see it as a constitutional duty to adjudicate whether a legislative act conforms with constitutional human rights. The Supreme Court of Iceland has referred to the wide discretion of the legislature in the field of fiscal powers, such as regarding taxation and the social security system. However, even where legislation aims at the implementation of important political policies, the discretion of Althingi is subject to certain limits. The effective judicial control requires that Althingi must assess carefully whether legislation which limits constitutionally protected human rights conforms with the principles of equality and proportionality.