Tegund:

Meistaraverkefni

Dagsetning:

júní 2018

Birt:

http://hdl.handle.net/1946/30134

Titill: 

Diverse leadership?: Network analysis on managerial groups of the 250 largest companies in Iceland

Höfundur:

Ómar Jóhannsson

Leiðbeinandi:

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

Tilvísun:

Ómar Jóhannsson. 2018. „Diverse leadership?: Network analysis on managerial groups of the 250 largest companies in Iceland“ Meistararitgerð, Háskóli Íslands. http://hdl.handle.net/1946/30134

Úrdráttur:

Á síðustu árum höfum við séð breytingar í samsetningu í æðstu stöðum á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Ein af stærstu breytingunum er aukinn fjöldi kvenna í þessum æðstu stöðum. Þrátt fyrir það er skortur á fjölbreytileika í stjórnun fyrirtækja staðreynd, á Íslandi eins og annars staðar. Tilgangur þessarar ritgerðar er að líta nánar á stjórnendahópa 250 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi miðað við veltu. Þar sem Ísland stendur hátt í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að jafnrétti kynjanna þá er áhugavert að sjá hvernig íslenskir viðskiptatoppar koma út á því sviði. Ég mun einnig skoða nánar hvaða tengslanet hafa hjálpað fólki að komast í sínar stjórnendastöður og félagslegan bakgrunn þeirra sem stjórna Íslandi. Tvö gagnamengi styðja niðurstöðurnar. Það fyrra er listar yfir alla einstaklinga í stjórnunarstöðum sem fyrirtækin lögðu til og innihalda ýmsar lýðfræðilegar upplýsingar. Það seinna eru spurningarlistar um meðal annars tengslanet og bakgrunn, sem sendir voru til ýmissa valdahópa í íslensku þjóðfélagi, en einn þeirra hópa eru ofangreindir stjórnendur. Niðurstöðurnar sýna stóran mun á samsetningu stjórnendahópa eftir kyni, sérstaklega þegar kemur að æðstu stöðunum. Þessi könnun leiddi einnig í ljós mun á því hvers konar tengslanet fólk sagði að hefði hjálpað starfsferli þeirra og sem var í bakgrunni þeirra. Þegar á heildina er litið er hægt að sjá að það eru margir þættir sem eru á bakvið kynjamismuninn í stjórnendahópnum.

Abstract:

In recent years, we have seen changes in the composition of top positions in many fields of society. One of the biggest changes is the increase of women in these top positions. Nevertheless, lack of gender diversity in business leadership is a fact, in Iceland as elsewhere. The purpose of this thesis is to take a closer look at the managerial group of the 250 largest companies in Iceland according to turnover. As Iceland scores high in international comparison when it comes to gender equality it is of interest to see how the Icelandic business elite fairs in that aspect. Also, I will have a closer look at what networks have aided people to achieve their managerial position as well as the social background of the managerial elite of Iceland. Two sets of data underlie the results. First, I have a list of all the persons in the managerial groups, provided by the companies themselves, which includes various demographic information. Second, there is a questionnaire that was sent to diverse groups of power in the Icelandic society, one of them was the above mentioned managerial group, containing questions amongst others about networking and background. The results show a big gender difference in the composition of the managerial group and an even bigger difference when it comes to the top positions. Also, this study revealed a difference in the kind of networks people said helpful to their career and in their background. On the whole, one can see that there are numerous factors that underlie the gender difference in the managerial group.