Tegund:

Erindi/grein í ráðstefnuriti

Dagsetning:

31. október 2014

Birt:

Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild

Titill: 

Aðgangur að útgefinni íslenskri þekkingu

Höfundur:

Stefanía Júlíusdóttir

Tilvísun:

Stefanía Júlíusdóttir. 2014. „Aðgangur að útgefinni íslenskri þekkingu.“ Í Þjóðarspegilinn: Ráðstefna í félagsvísindum XV. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. http://hdl.handle.net/1946/19990.

Úrdráttur:

Markmið rannsóknarinnar er að kanna almennan aðgang að útgefinni íslenskri þekkingu. Kannaður var bókfræðilegur aðgangur og aðgangur að frumtexta íslenskra og erlendra markaðsrita og íslenskra utanmarkaðsrita. Könnunargögn voru birt niðurstöður rannsókna við Háskóla Íslands á völdum efnissviðum, fengin frá Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskólans. Útgáfurit á tilteknum efnssviðum voru greind með tilliti til bókfræðilegs aðgangs og þar með mögulegri notkun heildartexta, með leit í Gegni.is og Leitum.is (leitar m.a. í Hvar.is og Skemmunni.is). Niðurstöður bentu til að bæði bókfræðilegum aðgangi og aðgangi að frumtexta íslenskrar rannsóknarþekkingar væri verulega ábótavant. Það átti sérstaklega við um íslensk utanmarkaðsrit, en einnig erlendu birtingarnar. Í ljósi þessara niðurstaðna þarf að koma á skilaskyldu á útgáfuritum sem hafa að geyma þekkingu sem til verður hér á landi, óháð tegund dreifingar, útgáfumiðli og útgáfulandi. Einnig þarf að færa aðgang að rafrænum utanmarkaðsritum til sama horfs og að pappírsútgáfu. Til þess að ná þeim markmiðum verður að gera breytingar á lögum um skylduskil til safna og lögum um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Lagabreytingarnar eru m.a. forsenda þess að ná markmiðum um opinn aðgang samkvæmt Berlínarsamþykktinni sem snýr að vísindaskrifum í markaðsritum og um aðgang að utanmarkaðsritum samkvæmt Pisasamþykktinni. Aðgangurinn þarf að gagnast jafnt til samtíðar- sem framtíðarnota.