Tegund:

Meistaraverkefni

Dagsetning:

júní 2016

Birt:

Skemman

Titill: 

Að brjótast undan oki staðalmynda: Kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja og jafnrétti á vinnumarkaði

Höfundur:

Lára Rún Sigurvinsdóttir

Leiðbeinandi:

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

Tilvísun:

Lára Rún Sigurvinsdóttir. 2016. „Að brjótast undan oki staðalmynda: Kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja og jafnrétti á vinnumarkaði“ Meistararitgerð, Háskóli Íslands. http://hdl.handle.net/1946/24606

Úrdráttur:

Á Íslandi voru lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sett árið 2010. Markmið hans var að stuðla að kynjajafnrétti á vinnumarkaði ásamt því að auka fjölbreytni í stjórnum fyrirtækja. Margir bundu vonir við það að kynjakvótinn myndi hafa smitáhrif yfir í framkvæmdastjórnir fyrirtækja og auka hlut kvenna á þeim vettvangi. Nú árið 2016 hafa smitáhrif ekki komið fram og hlutur kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja er ennþá rýr. Markmið rannsóknarinnar er annars vegar að skoða hvernig kynjakvóti hefur haft áhrif á starfhætti stjórna. Hins vegar að skoða hvað, ef eitthvað, stendur í vegi fyrir því að smitáhrif kynjakvótans komi fram eins og vonir standa til. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferð. Helstu niðurstöður eru að starfshættir stjórna breyttust mikið á þeim tíma sem kynjakvótinn tók gildi en vegna umfangsmikilla breytinga í ytra umhverfi fyrirtækja á sama tíma áttu viðmælendur erfitt með að greina hvaða breytingar komu til vegna kynjakvóta og hvaða vegna annara áhrifaþátta. Staðalímyndir kynjanna, viðhorf til barneigna og fjölskylduábyrgðar, ímynd stjórnandans, kynjaskipt tengslamyndun og tengslanet er meðal þess sem þykir takmarka brautargengi kvenna og um leið smitáhrif kynjakvótans.